Stjórnarmenn enska úrvalsdeildarfélagsins munu funda á morgun um framtíð danska stjórans Thomas Frank en það kemur til greina að láta hann fara á næsta sólarhringnum. Þetta kemur fram í Independent.
Frank hefur alls ekki fundið sig hjá Tottenham eftir að hafa unnið gott starf hjá Brentford.
Tottenham hefur aðeins unnið þrjá af síðustu tíu deildarleikjum sínu er dottið úr bikarnum og deildabikarnum ásamt því að vera án sigurs í síðustu fimm leikjum.
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Frank, en samkvæmt Independent mun stjórnTottenham funda um stöðu hans og er ágætis möguleiki á að hann verði látinn fara fyrir leikinn gegn Borussia Dortmund á þriðjudag.
Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á Frank eftir 2-1 tapið gegn West Ham í Lundúnaslag í dag. „Þú verður rekinn í fyrramálið“ sungu stuðningsmenn
Síðasta laugardag fundaði stjórnin eftir 2-1 tapið gegn Aston Villa í bikarnum og voru þá skiptar skoðanir á hvort hann ætti að halda áfram með liðið. Staðan gæti verið önnur á morgun og gæti farið svo að hann þurfi að taka poka sinn.
Tottenham er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 27 stig, tíu stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir



