Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   sun 18. janúar 2026 15:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Aston Villa og Everton: Martinez og Grealish klárir
Mynd: EPA
Jack Grealish er í byrjunarliði Everton þegar liðið heimsækir hans gömlu félaga í Aston Villa. Hann snýr aftur í lið Everton eftir að hafa tekið út eins leiks bann.

Michael Keane er að taka út annan leik sinn í þriggja leikja banni.

Emiliano Martinez er í markinu hjá Aston Villa en hann var ekki með í 2-1 sigri liðsins gegn Tottenham í enska bikarnum vegna meiðsla. Það eru fjórar breytingar á liðinu frá síðasta deildarleik.

Ian Maatsen, Pau Torres, Lamare Bogarde og Emi Buendia koma inn fyrri Lucas Digne, Victor Lindelof, Boubacar Kamara og Jadon Sancho.

Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Pau, Maatsen, Bogarde, Tielemans, McGinn, Buendia, Rogers, Watkins.
Varamenn: Bizot, Wright, Lindelof, Digne, Garcia, Mings, Hemmings, Guessand, Jimoh-Aloba.

Everton: Pickford, Patterson, O’Brien, Tarkowski, Mykolenko, Garner, Rohl, Armstrong, McNeil, Grealish, Barry
Athugasemdir
banner
banner