þri 09. júlí 2019 09:05
Magnús Már Einarsson
Pogba til Real Madrid á háa fjárhæð?
Powerade
Pogba gæti farið til Real Madrid.
Pogba gæti farið til Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Hvert fer Bakayoko?
Hvert fer Bakayoko?
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt það helsta á þessum flotta þriðjudegi.



Atletico Madrid ætlar að refsa Antoine Griezmann (28) fyrir að mæta ekki til æfinga. Griezmann vill ganga til liðs við Barcelona á 107,5 milljónir punda. (Guardian)

Real Madrid ætlar að selja James Rodriguez (27) til að safna fyrir kaupum á Paul Pogba (27) miðjumanni Manchester United á 150 milljónir punda. (Mail)

Napoli hefur áhuga á Rodriguez sem og Mauro Icardi (26) framherja Inter. (Goal.com)

Bayern Munchen reiknar með að Leroy Sane (23) kantmaður Manchester City ákveði í næstu viku hvort hann gangi til liðs við félagið. (Mail)

Steven Gerrard, stjóri Rangers, segir að ekkert sé til í fréttum þess efnis að hann sé að taka við Newcastle. (Star)

Fenerbahce vill fá Mesut Özil (30) frá Arsenal. (Fanatik)

Arsenal, Manchster United og PSG hafa áhuga á Tiemoue Bakayoko (24) miðjumanni Chelsea. (RMC Sport)

West Ham er tilbúið að borga 43,5 milljóna punda riftunarverð í samningi framherjans Maxi Gomez hjá Celta Vigo. Valencia er einnig að berjast um hann. (Evening Standard)

Romelu Lukaku (26) framherji Manchester United vonast til að verða orðinn leikmaður Inter áður en liðin mætast í æfingaleik 20. júlí. (Mirror)

David Neres (22) kantamður Ajax hefur verið orðaður við Manchester United og Everton en Brasilíumaðurinn segist sjálfur vilja vera áfram hjá hollensk meisturunum. (Express)

Liverpool ætlar sér að halda framherjanum Divock Origi (24) en hann á eitt ár eftir af samningi sínum. Liverpool hefur boðið Origi nýjan samning. (Star)

Aston Villa hefur boðið sjö milljónir punda í Tom Heaton (33) markvörð Burnley. (Sun)

Arsenal er að kaupa miðvörðinn William Saliba (18) á 25 milljónir punda. (Evening Standard)

Alberto Moreno (27) er á leið til Villarreal en samningur hans hjá Liverpool var að renna út. (ESPN)

Manchester City er að fá Morgan Rogers (16) miðjumann WBA. (Mail)

Everton er að kaupa Malcom (23) kantmann Barcelona í sínar raðir en Arsenal hefur líka áhuga. (RMC Sport)

Watford hefur áhuga á að kaupa kantmanninn Allan Saint-Maximin (22) frá NIce á 25 milljónir punda. (Sky SportS)

Astno VIlla vill fá varnarmanninn Axel Tuanzebe (21) aftur á láni frá Manchester Unied á komandi tímabili. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner