Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   þri 09. júlí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Víkingur fær Shamrock í heimsókn frá Írlandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir leikir á dagskrá á Íslandi í dag þar sem Víkingur R. tekur á móti Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Shamrock kemur í heimsókn frá Írlandi en þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem liðin mætast.

Shamrock spilaði þó við Breiðablik í fyrra en þá báru Blikar sigur úr býtum bæði á heima- og útivelli.

Leikurinn hefst klukkan 18:45 á Víkingsvelli og hálftíma síðar fer viðureign Kára og Árbæs af stað í Akraneshöllinni.

Kári og Árbær mætast í toppbaráttu 3. deildar, þar sem þrjú stig skilja liðin að í öðru og þriðja sæti deildarinnar.

Forkeppni Meistaradeildarinnar:
18:45 Víkingur R. - Shamrock Rovers (Víkingsvöllur)

3. deild karla:
19:15 Kári - Árbær (Akraneshöllin)
Arnar fengið góða punkta frá Óskari Hrafni: Verið mjög hjálplegur
Nikolaj elskar að glíma við breska varnarmenn af gamla skólanum
Athugasemdir
banner
banner
banner