Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
   þri 09. júlí 2024 14:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varamarkvörður Brentford til Aþenu (Staðfest) - Leiðin greiðari fyrir Hákon
Mynd: Getty Images
Thomas Strakosha, landsliðsmarkvörður Albaníu, er farinn frá Brentford og genginn í raðir AEK Aþenu. Gríska félagiðfær hann á frjálsri sölu frá Brentford.

Strakosha var varamarkvörður fyrir Mark Flekken á tímabilinu. Strakosha lék einungis sex leiki fyrir Brentford á tveimur tímabilum. Hann er 29 ára og var áður hjá Lazio.

Þetta ætti að gera leiðina í leikdagshópinn hjá Brentford greiðari fyrir landsliðsmarkvörðinn Hákon Rafn Valdimarsson. Hákon var keyptur frá Elfsborg í janúar og var í leikmannahópnum í síðustu leikjum síðasta tímabils.

Flekken var keyptur síðasta sumar og tók þá við af David Raya sem aðalmarkvörður Brentford. Það verður fróðlegt að sjá hvernig markvarðamálin hjá Brentford þróast þegar líður á tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner