Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 09. ágúst 2024 18:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ólympíuleikarnir: Spánn meistari eftir magnaðan leik
Mynd: EPA

Frakkland 3-5 Spánn
1-0 Enzo Millot ('11 )
1-1 Fermin Lopez (18 )
1-2 Fermin Lopez ('25 )
1-3 Alex Baena ('28 )
2-3 Maghnes Akliouche ('79 )
3-3 Jean-Phillipe Mateta ('93 víti)
3-4 Sergio Camello ('100 )
3-5 Sergio Camello ('120 )


Spánverjar eru Ólympíumeistarar eftir sigur í mögnuðum framlengdum leik gegn heimamönnum í Frakklandi.

Frakkar komust yfir þegar Enzo Millot nýtti sér mikinn vandræðagang í vörn Spánverja og átti skot sem fór beint á Arnau Tenas en honum tókst ekki að halda boltanum frá því að enda í netinu.

Spánverjar settu í fluggírinn og náðu tveggja marka forystu með þremur mörkum á tíu mínútna kafla áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Fermin Lopez hefur verið frábær á mótinu en hann skoraði tvö af mörkum liðsins í kvöld.

Þessum leik var hvergi nærri lokið því Frakkar náðu að minnka muninn og í uppbótatíma fengu þeir vítaspyrnu eftir að Benat Turrientes braut á Arnaut Kalimuendo og Jean-Phillipe Mateta skoraði úr spyrnunni og jafnaði metin áður en flautað var til loka venjulegs leiktíma.

Sergio Camello tryggði Spánverjum Ólympíugullið með tveimur mörkum í framlengingunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner