banner
   mið 09. október 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Muller íhugar að fara frá Bayern Munchen
Mynd: Getty Images
Thomas Muller er að íhuga að fara frá Bayern Munchen í janúar en hann hefur verið á varamannabekknum í síðustu fimm leikjum.

„Ég er alls ekki sáttur við stöðuna. Ég er 30 ára, í góðu formi og þyrstir í árangur með félaginu sem og persónulega. Ég er alveg viss um að ég geti hjálpað liðinu inni á vellinum," sagði Muller.

„Þjálfari þarf að taka erfiðar ákvarðanir fyrir alla leiki. Hins vegar er ég ekki ánægður með stöðuna í síðustu fimm leikjum."

Louis van Gaal reyndi að fá Muller til Manchester United árið 2015 en þá vildi Bayern ekki selja. Muller gæti hins vegar fært sig um set í janúar.

„Ef þjálfaraliðið hugsar hlutverk mitt sem varamann í framtíðinni þá þarf ég að hugsa málið. Ég er með of mikinn metnað fyrir það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner