mið 09. október 2019 22:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Football365 
Schmeichel: Shaqiri hagaði sér eins og barn
Mynd: Getty Images
Xherdan Shaqiri er sagður ósáttur með stöðu sína í svissneska landsliðinu en hann vill vera fyrirliði landsliðsins.

Shaqiri var sagður hafa sleppt landsleikjunum í september til að vinna sér sæti í Liverpool liðinu en nýjar sögur segja hann hafa verið ósáttur með val á fyrirliða liðsins. Vladimir Petkovic, þjálfari landsliðsins, valdi Granit Xhaka fyrirliða liðsins.

Xhaka var spurður út í þetta eftir 1-1 jafntefli gegn Írum. „Ef fyrirliðastaðan er í alvöru vandamálið þá getum við sest niður og rætt það."

„Við erum nægilega þroskaðir til þess. Mér er sama hvort hann eða ég beri bandið. Ég mun gefa allt mitt til liðsins hvort sem ég er með bandið eða ekki."


Svissneska blaðið, Blick bað Peter Schmeichel, markvörðinn goðsagnakennda, um að tjá sig um málið.

„Mér líkar það sem Xhaka segir. Virkilega flott hvernig hann lítur á þetta. Xhaka sýnir að hann vill vera leiðtogi með auka ábyrgð eða ekki. Hann setur pressuna þarna á Shaqiri sem er vel gert. Annað en það sem Shaqiri gerði, hann hagaði sér eins og barn í þessu máli."

Danmörk mætir Sviss á laugardaginn í mikilvægum leik í riðli D í undankeppni fyrir EM2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner