Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 09. nóvember 2018 16:03
Elvar Geir Magnússon
Kaj Leo í Bartalsstovu í Val (Staðfest)
Kaj Leo í Bartalsstovu.
Kaj Leo í Bartalsstovu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski sóknarleikmaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu er búinn að skrifa undir samning við Íslandsmeistara Vals.

Kaj Leo er 27 ára færeyskur landsliðsmaður en samningur hans við ÍBV var runninn út.

„Kaj Leo í Bartalsstofu semur við Val til næstu þriggja ára. Kaj Leo hefur leikið hér á landi undanfarin ár með ÍBV og FH en þar á undan lék hann með Víking í Færeyjum, Levanger í Noregi og Dinamo Búkarest í Rúmeníu. Kaj Leo hefur átt fast sæti í færeyska landsliðinu undanfarin ár þar sem hann hefur leikið 17 leiki," segir í tilkynninu Valsmanna.

„Valur lýsir yfir ánægu með samningin við Kaj Leo enda á ferðinni skemmtilegur leikmaður sem á eftir að nýtast Val í þeirri baráttu sem framundan er."

Kaj Leo var öflugur á vængnum hjá Eyjamönnum í sumar og skoraði 3 mörk í 22 leikjum.

Í síðustu viku fengu Valsmenn Birni Snæ Ingason til sín frá Fjölni. Orðrómur er í gangi um að Dion Acoff gæti yfirgefið Valsmenn og spilað utan Íslands á næsta tímabili.

Fyrr í vikunni var fjallað um að Breiðablik hefði áhuga á að fá Kaj Leo en Valsmenn unnu baráttuna um hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner