
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er leikmaður mánaðarins hjá West Ham.
Dagný hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins og er búin að skora fimm mörk í átta leikjum í upphafi tímabils.
Dagný hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins og er búin að skora fimm mörk í átta leikjum í upphafi tímabils.
West Ham stóð fyrir vali á leikmanni mánaðarins fyrir október og var það Dagný sem fékk bestu kosninguna. Hún fékk að lokum 47 prósent atkvæða og kom Risa Shimizu næst með 32 prósent atkvæða.
Dagný, sem er fyrirliði West Ham, kemur einnig til greina sem leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni en það á eftir að opinbera með það.
Til hamingju Dagný!
🌟 Your @Trustly Player of the Month for October! @dagnybrynjars had a brilliant month! 🙌 pic.twitter.com/ZOFQ4ADGPL
— West Ham United Women (@westhamwomen) November 9, 2022
Athugasemdir