Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   mið 09. nóvember 2022 22:44
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Lecce vann óvæntan sigur á Atalanta - Stórsigur Inter
Inter er í 4. sæti
Inter er í 4. sæti
Mynd: EPA
Nýliðar Lecce unnu óvæntan sigur á Atalanta, 2-1, í 14. umferð í Seríu A í dag. Inter vann þá risasigur á Bologna, 6-1, þar sem Federico Dimarco skoraði tvívegis.

Luka Jovic var hetja Fiorentina í 2-1 sigrinum á Salernitana en hann gerði sigurmark Flórensarliðsins þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Leikmenn Inter voru þá sjóðandi heitir gegn Bologna og unnu þar 6-1 sigur. Þó ótrúlegt virðist þá náði Bologna forystunni á 22. mínútu en Edin Dzeko, Federico Dimarco og Lautaro Martinez sáu til þess að Inter væri 3-1 yfir í hálfleik. Dimarco gerði fjórða markið í upphafi síðari hálfleiks áður en Hakan Calhanoglu skoraði úr vítaspyrnu. Robin Gosens gerði svo sjötta og síðasta mark Inter í leiknum.

Þórir Jóhann Helgason sat allan tímann á varamannabekknum er Lecce lagði Atalanta, 2-1. Sassuolo gerði 1-1 jafntefli við Roma en Rómverjar köstuðu frá sér sigrinum undir lokin.

Tammy Abraham kom Roma yfir á 80. mínútu en fimm mínútum síðar jafnaði Andrea Pinamonti. Torino lagði þá Sampdoria, 2-0.

Inter er í 4. sæti með 27 stig en Atalanta sæti neðar með jafnmörg stig. Roma er í 6. sæti með 26 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Fiorentina 2 - 1 Salernitana
1-0 Giacomo Bonaventura ('15 )
1-1 Boulaye Dia ('55 )
2-1 Luka Jovic ('81 )

Inter 6 - 1 Bologna
0-1 Charalampos Lykogiannis ('22 )
1-1 Edin Dzeko ('26 )
2-1 Federico Dimarco ('36 )
3-1 Lautaro Martinez ('42 )
4-1 Federico Dimarco ('48 )
5-1 Hakan Calhanoglu ('59 , víti)
6-1 Robin Gosens ('76 )

Lecce 2 - 1 Atalanta
1-0 Federico Baschirotto ('28 )
2-0 Federico Di Francesco ('30 )
2-1 Duvan Zapata ('40 )

Sassuolo 1 - 1 Roma
0-1 Tammy Abraham ('80 )
1-1 Andrea Pinamonti ('85 )

Torino 2 - 0 Sampdoria
1-0 Nemanja Radonjic ('29 )
2-0 Nikola Vlasic ('59 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner