
Arnór Sigurðsson með fyrirliðabandið, svo er nafni hans og liðsfélagi Arnór Ingvi Traustason einnig á myndinni.
Norrköping er að reyna kaupa Arnór Sigurðsson frá CSKA Moskvu. Arnór kom á láni til félagsins um mitt sumar frá Rússlandi og gildir lánssamningurinn fram á næsta sumar. Þetta er í annað sinn sem Arnór er á mála hjá félaginu því hann var fenginn þangað frá ÍA árið 2017 og svo seldur til CSKA árið 2018.
Arnór kom frábærlega inn hjá Norrköping, skoraði sex mörk og lagði upp fjögur í ellefu leikjum og átti stóran þátt í uppgangi liðsins í haust.
Sjá einnig:
Arnór lofsamaður - „Var í raun besti leikmaður deildarinnar"
Arnór kom frábærlega inn hjá Norrköping, skoraði sex mörk og lagði upp fjögur í ellefu leikjum og átti stóran þátt í uppgangi liðsins í haust.
Sjá einnig:
Arnór lofsamaður - „Var í raun besti leikmaður deildarinnar"
Staðarblaðið Norrköpings Tidningar greinir frá því að Norrköping sé að undirbúa tilboð í íslenska landsliðsmanninn.
„Hann er núna á láni (FIFA undanþága vegna stríðsins) og á svo ár eftir af samningi hjá CSKA. Það er klárt að við myndum vilja að hann væri í okkar eigu," sagði Tony Martinsson, yfirmaður íþróttamála hjá Norrköping, við NT. „Framtíðin mun leiða í ljós hvað mun gerast og hvað er að gerast," bætti hann við.
Tímabilinu í Svíþjóð lauk um síðustu helgi. Arnór kemur í næstu viku til móts við landsliðið sem tekur þátt í Eystrasaltsbikarnum.
Athugasemdir