Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   mán 09. desember 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Viðræður við stjörnuleikmenn Liverpool ganga vel
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð þriggja stjörnuleikmanna Liverpool sem verða samningslausir eftir tímabilið.

Stærsta nafnið er Mohamed Salah og hafa Mirror og Athletic greint frá því að samkomulag á milli egypska konungsins og Liverpool sé nánast í höfn.

Salah, sem verður 33 ára í sumar, er í viðræðum við Liverpool um tveggja ára samning. Virgil Van Dijk og Trent Alexander-Arnold eru einnig í viðræðum við félagið um nýja samninga og segir Sky Sports að viðræður gangi vel á öllum vígstöðvum.

Salah og Van Dijk vilja vera áfram hjá Liverpool en stærsta spurningarmerkið er í kringum Trent Alexander-Arnold, sem hefur verið sterklega orðaður við félagaskipti til Real Madrid á frjálsri sölu næsta sumar.

Trent sagðist á dögunum vilja vinna Gullboltann eftirsótta, Ballon d'Or, en það er einmitt partur af söluræðu Real Madrid að koma til félagsins til að auka möguleika sína á að vinna verðlaun fyrir að vera besti fótboltamaður heims.

Trent er uppalinn hjá Liverpool og er aðeins 26 ára gamall, sem þýðir að félagið þarf að bjóða honum risasamning til að halda honum innan sinna raða. Ef Real Madrid getur boðið betur er mögulegt að leikmaðurinn færi sig um set.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner