Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 10. janúar 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Bournemouth ætlar að fá McCarthy frá Everton
James McCarthy er að stíga upp úr meiðslum
James McCarthy er að stíga upp úr meiðslum
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, knattspyrnustjóri Bournemouth á Englandi, ætlar að fá James McCarthy frá Everton áður en janúarglugginn lokar.

McCarthy er 28 ára gamall og hefur verið frá vegna meiðsla síðasta árið eða frá því hann fótbrotnaði eftir viðskipti sín við Salomon Rondon.

Hann er nú að snúa aftur eftir meiðsli en hann var í hópnum hjá Everton er liðið mætti Lincoln í FA-bikarnum á dögunum.

Mörg lið hafa áhuga á því að fá McCarthy en þar má nefna Aston Villa, Fulham og WBA.

Bournemouth hefur þó mestan áhuga og vill fá einn leikmann á láni áður en glugginn lokar. Howe vill fylla skarð Lewis Cook sem verður frá út tímabilið og telur hann McCarthy rétta manninn í hlutverkið.
Athugasemdir
banner
banner
banner