Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. febrúar 2019 15:24
Arnar Helgi Magnússon
England: Tottenham þurfti að hafa fyrir sigrinum gegn Leicester
Liðsmenn Tottenham fagna marki Eriksen
Liðsmenn Tottenham fagna marki Eriksen
Mynd: Getty Images
Lloris ver frá Vardy í dag.
Lloris ver frá Vardy í dag.
Mynd: Getty Images
Son fékk gult í dag.
Son fékk gult í dag.
Mynd: Getty Images
Tottenham 3 - 1 Leicester City
1-0 Davinson Sanchez ('33 )
1-0 Jamie Vardy ('60 , Misnotað víti)
2-0 Christian Eriksen ('63 )
2-1 Jamie Vardy ('76 )
3-1 Son Heung-Min ('90 )

Tottenham þurfti að hafa fyrir sigrinum þegar liði fékk Leicester í heimsókn á Wembley í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Davinson Sanchez kom Tottenham yfir 33. mínútu þegar Christian Eriksen átti frábæra fyrirgjöf sem að endaði beint á kollinum á Sanchez.

Leicester fékk vítaspyrnu á 59. mínútu þegar Jan Vertonghen tók James Maddison niður í vítateignum. Jamie Vardy var skipt inná til þess að taka vítaspyrnuna.

Hugo Lloris sá við Englendingnum og varði vítaspyrnuna.



Þremur mínútum síðar tvöfaldaði Christian Eriksen forystu Tottenham með frábæru skoti fyrir utan teig. Afar svekkjandi fyrir gestina sem hefðu getað jafnað rétt á undan.

Jamie Vardy bætti upp fyrir mistökin á 76. mínútu þegar hann minnkaði muninn eftir sendingu frá Ricardo Pereira.

Heung Min Son tryggði Tottenham endanlega sigurinn í uppbótartíma þegar flestir leikmenn Leicester voru komnir mjög framarlega á völlinn. Sissoko setti þá boltann upp völlin þar sem að Son tók við honum, keyrði upp völlinn og setti boltann framhjá Kasper Schmeicel.

Leicester var miklu betri aðilinn síðustu mínúturnar en liðið átti tuttugu skot í leiknum, tíu þeirra á markið. Það er ekki spurt að því, Tottenham fer með sigur af hólmi og er nú fimm stigum frá toppsætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner