Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. febrúar 2024 11:15
Aksentije Milisic
Southgate um Mainoo: Hann er að standa sig frábærlega
Mynd: Getty Images

Gareth Southgate, stjóri enska landsliðsins, tjáði sig um Kobbie Mainoo, leikmann Manchester United en þessi ungi leikmaður hefur verið að standa sig frábærlega fyrir sitt uppeldisfélag á þessari leiktíð.


Mainoo er einungis 18 ára gamall en hann hefur unnið sér inn sæti í byrjunarlið Man Utd og fengið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína á tímabilinu til þessa. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu og missti því af byrjun mótsins en hefur síðan komið inn af krafti.

Margir vilja sjá þennan miðjumann fara á EM næsta sumar með enska landsliðinu en Southgate talaði um Mainoo á dögunum.

„Hann er að standa sig frábærlega sem ungur leikmaður. Byrjun á ferli hans hjá Man Utd hefur verið frábær.”

„Ég er ekki endilega viss um að hann verði varnarsinnaður miðjumaður í framtíðinni. Hann er sókndjarfur leikmaður sem hefur farið frábærlega af stað á sínum ferli. Það verður gaman að fylgjast með honum í framhaldinu.”

England verður í riðli með Serbíu, Danmörku og Slóveníu á EM í Þýskalandi.


Athugasemdir
banner
banner