Jude Bellingham skoraði tvennu í 4-0 sigri Real Madrid gegn Girona í titilbaráttu spænsku deildarinnar.
Bellingham þurfti þó að fara meiddur af velli á 57. mínútu eftir að hafa meiðst á ökkla.
„Þetta er vonandi ekkert alvarlegt, hann meiddist á ökkla en við þurfum að bíða til morguns með að sjá hversu slæmt þetta er. Við vonumst til að þetta séu aðeins minniháttar meiðsli og að Jude geti verið í leikmannahópinum á þriðjudaginn," sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, meðal annars að leikslokum.
Real Madrid heimsækir Leipzig í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar næsta þriðjudagskvöld.
Bellingham er 20 ára gamall og er kominn með 20 mörk og 8 stoðsendingar í 29 leikjum á tímabilinu.
Athugasemdir