Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. mars 2020 10:37
Magnús Már Einarsson
Gary Neville á móti því að spila fyrir luktum dyrum á Englandi
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sérfræðingur á Sky og fyrrum leikmaður Manchester United, vill frekar að leikjum á Englandi verði frestað heldur en að þeir verði spilaður fyrir luktum dyrum.

Vegna kórónuveirunnar hafa leikir farið fram fyrir luktum dyrum í Evrópu undanfarið og slíkt hið sama gæti gerst á Englandi á næstu vikum.

Neville vill frekar að leikjunum sé frestað en að þeir séu spilaðir fyrir luktum dyrum.

„Ég styð EKKI að leikir séu spilaðir fyrir luktum dyrum," sagði Neville á Twitter í dag.

„Ef það er nauðsynlegt að loka leikvöngum þá þarf knattspyrnusambandið að finna leið til að fresta tímabilinu og spila leikina þegar það verður öruggt til að tryggja tekjur félaga sem treyst á innkomu af leikjum til að lifa af."
Athugasemdir
banner
banner