Spánverjinn Luis Alberto segir að það hafi verið sín besta ákvörðun í lífinu að fara frá Liverpool til Lazio árið 2016.
Liverpool keypti hann fyrir 6,8 milljónir punda frá Sevilla árið 2013, en tækifærin á Englandi voru af skornum skammti. Hann var keyptur til Lazio árið 2016 þar sem hann hefur spilað býsna vel.
Hinn 27 ára gamli Albert sagði í samtali við Onda Cero: „Ég fékk ekki spiltímann sem ég vildi hjá Liverpool. Ég fór á láni til Malaga og byrjaði vel þar, og ég naut þess að spila með Deportivo (á láni) áður en ég meiddist."
„Ég tók svo stóra ákvörðun að fara til Lazio, sem er stórbrotið félag. Að fara til Lazio er besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu."
Alberto er í viðræðum um nýjan samning hjá Lazio, sem var í öðru sæti ítölsku deildarinnar einu stigi á eftir Juventus þegar deildin var stöðvuð í síðasta mánuði vegna kórónuveirufaraldursins.
Athugasemdir