Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 10. apríl 2020 13:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grótta segir fullyrðingar Kristjáns vera fráleitar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það er þungt yfir Gróttumönnum vegna viðtals 433.is við Kristján Daða Finnbjörnsson, fyrrum yngri flokka þjálfara hjá félaginu.

Kristján þjálfaði 6. 5. og 4. flokki karla hjá Gróttu áður en hann var rekinn í janúar. Kristján segist vera að íhuga að leita réttar síns vegna brottrekstursins.

Grótta hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segir félagið fullyrðingar Kristjáns vera fráleitar.

Yfirlýsing frá aðalstjórn Gróttu
Fullyrðingar Kristjáns Daða Finnbjörnssonar í fjölmiðlum um að liðsval í yngri flokkum hafi haft áhrif á starfslok hans hjá knattspyrnudeild Gróttu eru fráleitar og eiga ekki við nein rök að styðjast. Eina ástæðan fyrir brotthvarfi Kristjáns eru vinnubrögð hans sjálfs og ófagleg framkoma gagnvart iðkendum, starfsfólki og stjórn barna- og unglingaráðs. Það er auk þess mjög ámælisvert að barna- og unglingaþjálfari skuli tjá sig í fjölmiðlum um málefni ólögráða iðkenda eins og gert hefur verið. Félagið hefur greitt Kristjáni að fullu fyrir þau störf sem hann hefur unnið fyrir félagið.

Kári Garðarsson
Framkvæmdastjóri Gróttu


Athugasemdir
banner
banner