Unai Emery svaraði spurningum á fréttamannafundi í gær fyrir mikilvægan leik Aston Villa á útivelli gegn Bournemouth sem fer fram í dag.
Bournemouth og Villa eigast við í hörðum Evrópubaráttuslag, þar sem bæði lið eru enn í harðri baráttu þó að sjö stig skilji þau að.
„Markmiðið okkar er að komast aftur í Evrópukeppni, hvort sem það verður Meistaradeildin, Evrópudeildin eða Sambandsdeildin," sagði Emery í gær.
„Auðvitað er best að spila í Meistaradeildinni en það eina sem við getum gert er að reyna að vinna okkar leiki án þess að hugsa um hvað önnur lið eru að gera. Þetta er ekki í okkar höndum, það eina sem við getum gert er að leggja okkur alla fram til að sigra okkar leiki og halda þannig pressu á andstæðingunum."
Aston Villa er aðeins þremur stigum frá sæti í Meistaradeild Evrópu þegar þrjár umferðir eru eftir af deildartímabilinu.
Youri Tielemans og Marcus Rashford verða ekki með hópnum gegn Bournemouth í dag.
„Tielemans er meiddur og verður ekki með. Þetta er ekki alvarlegt og við vonumst til að fá hann aftur í hópinn fyrir næstu umferð."
Rashford hefur verið að glíma við meiðsli og segist Emery ekki vita hvort kantmaðurinn muni ná sér aftur fyrir lok tímabilsins. Hann verður í það minnsta ekki með gegn Bournemouth.
Rashford er búinn að missa af síðustu tveimur leikjum Aston Villa, tapi gegn Crystal Palace í undanúrslitum FA bikarsins og sigri gegn Fulham í úrvalsdeildinni.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 4 | 4 | 0 | 0 | 9 | 4 | +5 | 12 |
2 | Arsenal | 4 | 3 | 0 | 1 | 9 | 1 | +8 | 9 |
3 | Tottenham | 4 | 3 | 0 | 1 | 8 | 1 | +7 | 9 |
4 | Bournemouth | 4 | 3 | 0 | 1 | 6 | 5 | +1 | 9 |
5 | Chelsea | 4 | 2 | 2 | 0 | 9 | 3 | +6 | 8 |
6 | Everton | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 | 3 | +2 | 7 |
7 | Sunderland | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 | 3 | +2 | 7 |
8 | Man City | 4 | 2 | 0 | 2 | 8 | 4 | +4 | 6 |
9 | Crystal Palace | 4 | 1 | 3 | 0 | 4 | 1 | +3 | 6 |
10 | Newcastle | 4 | 1 | 2 | 1 | 3 | 3 | 0 | 5 |
11 | Fulham | 4 | 1 | 2 | 1 | 3 | 4 | -1 | 5 |
12 | Brentford | 4 | 1 | 1 | 2 | 5 | 7 | -2 | 4 |
13 | Brighton | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 6 | -2 | 4 |
14 | Man Utd | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 7 | -3 | 4 |
15 | Nott. Forest | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 8 | -4 | 4 |
16 | Leeds | 4 | 1 | 1 | 2 | 1 | 6 | -5 | 4 |
17 | Burnley | 4 | 1 | 0 | 3 | 4 | 7 | -3 | 3 |
18 | West Ham | 4 | 1 | 0 | 3 | 4 | 11 | -7 | 3 |
19 | Aston Villa | 4 | 0 | 2 | 2 | 0 | 4 | -4 | 2 |
20 | Wolves | 4 | 0 | 0 | 4 | 2 | 9 | -7 | 0 |
Athugasemdir