banner
   mán 10. júní 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eins og að hlaða Iphone-síma með Nokia hleðslutæki"
Lindegaard, Englandsmeistaratitillinn og Sir Alex Ferguson.
Lindegaard, Englandsmeistaratitillinn og Sir Alex Ferguson.
Mynd: Getty Images
Danski markvörðurinn Anders Lindegaard var um helgina í viðtali við Evening Standard þar sem hann fór meðal annars yfir feril sinn hjá Manchester United.

Hinn 35 ára gamli Lindegaard kom til United frá Álasundi í Noregi árið 2010. Hann var varamarkvörður Man Utd til 2015 þegar hann gekk í raðir West Brom.

Eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem stjóri United árið 2013 hefur lítið gengið upp hjá félaginu. David Moyes, Louis van Gaal og Jose Mourinho hafa allir verið reknir og nú er Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmaður liðsins, við stjórnvölinn.

„Það var eins og við gátum ekki aðlagast nýjum áherslum. Þetta var eins og að hlaða Iphone síma með Nokia hleðslutæki," segir Lindegaard í viðtalinu um tímann eftir að Sir Alex hætti.

„Ég held að allir séu enn að átta sig á því hvað Sir Alex gerði fyrir félagið. Enginn hefði getað tekið við og náð sama árangri."

Aðspurður að því hvort Ole Gunnar sé rétti maðurinn fyrir félagið segist Lindegaard vona það.

Viðtalið má lesa í heild sinni hérna. Þar ræðir Daninn einnig samband sitt við David de Gea, aðalmarkvörð Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner