mán 10. júní 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Erum búnir að vera með þá í vasanum síðustu ár"
Icelandair
Ragnar í leiknum gegn Albaníu.
Ragnar í leiknum gegn Albaníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, býst við mjög sterku tyrkensku liði á Laugardalsvöll annað kvöld.

Ísland og Tyrkland mætast á morgun klukkan 18:45 í undankeppni EM. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir íslenska liðið.

Með sigri fer Ísland upp að hið Tyrklands með níu stig.

„Okkar markmið er að vinna báða leikina. Ég hef heyrt að Tyrkirnir séu sterkari núna en síðustu ár," sagði Ragnar eftir 1-0 sigur á Albaníu á laugardag.

Tyrkir gerðu sér lítið fyrir og unnu Heimsmeistara Frakklands sannfærandi 2-0 um helgina.

„Við erum búnir að vera með þá í vasanum síðustu ár, en við búumst við mjög sterku tyrknesku liði og undirbúum okkur fyrir það."

Hér að neðan má sjá viðtalið við Ragnar eftir leikinn gegn Albaníu.
Raggi Sig: Aðalatriðið að halda haus og láta þetta ekki pirra sig
Athugasemdir
banner
banner
banner