Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. júní 2019 09:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun United borga De Gea til að fara?
Powerade
David de Gea.
David de Gea.
Mynd: Getty Images
Joao Felix.
Joao Felix.
Mynd: Getty Images
Thomas Meunier.
Thomas Meunier.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
De Gea, Felix, Wan-Bissaka, Meunier, Silva, Butland og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Manchester United mun borga markverðinum David de Gea (28) 20 milljónir punda ef hann fer til Paris Saint-Germain í sumar. Samningur hans við United klárast á næsta ári og vill félagið fá eitthvað fyrir hann. (Sun)

Crystal Palace hafnaði 40 milljón punda tilboði frá United í Aaron Wan-Bissaka (21). Palace vill fá nær 60 milljónum punda fyrir hægri bakvörðinn. (Sky Sports)

Forseti Benfica gerir sér grein fyrir því að hann geti ekki haldið Joao Felix (19) hjá félaginu. (Metro)

Manchester City hefur boðið Felix samning upp á 26 milljónir punda yfir fimm ár. (Record)

Unai Emery, stjóri Arsenal, hefur rætt við PSG og belgíska hægri bakvörðinn Thomas Meunier (27) um möguleg félagaskipti hans til Arsenal í sumar. (Express)

David Silva (33) mun fá heiðursleik hjá Manchester City á næsta ári. Hann vill enda ferilinn hjá Las Palmas á Spáni. (Sun)

Tottenham mun bjóða í Ryan Sessegnon (19), leikmann Fulham, í sumar. (Football.london)

Chelsea hefur endurnýjað áhuga sinn á Leon Bailey (21), kantmanni Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Chelsea þarf að bíða og sjá hvort félagið nái að komast úr félagaskiptabanni áður en reynt verður að fá Bailey. (Mail)

Manchester United er byrjað að hugsa um mögulega arftaka Paul Pogba (26) ef hann fer frá félaginu í sumar. Christian Eriksen (27) hjá Tottenham og Youri Tielemans (22) hjá Mónakó eru á lista Man Utd. (Standard)

Arsenal hefur áhuga á Jordan Veretout (26), miðjumanni Fiorentina, en hann er nú þegar í viðræðum við Napoli. (L'Equipe)

Newcastle og Southampton hafa gert tilboð í Jean-Philippe Mateta (21), sóknarmann Mainz og franska U21 landsliðsins. (L'Equipe)

Arsenal vill kaupa varnarmanninn William Saliba (18) frá Saint-Etienne í Frakklandi. Ef Saint-Etienne selur hann þá vill félagið fá hann aftur á láni fyrir næstu leiktíð. (Football.london)

Stoke vill fá 23 milljónir punda ef félagið á að selja markvörðinn Jack Butland (26). (Sun)

West Ham er í viðræðum um að kaupa miðjumanninn Morgan Sanson (24) frá Marseille í Frakklandi. (Sky Sports)

Aleksandar Mitrovic (24), sóknarmaður Fulham og Serbíu, er á óskalista West Ham. (Mail)

Þjálfarateymi og leikmenn Chelsea vilja að Frank Lampard verði næsti stjóri liðsins. (Mirror)

West Ham er tilbúið að berjast við nágranna sína, Arsenal og Tottenham, um Franck Kessie (22), miðjumann AC Milan á Ítalíu. (Express)

Leeds er að reyna að fá vængmennina Harry Wilson (22) og Ryan Kent (22) frá Liverpool. (Football Insider)


Athugasemdir
banner
banner