
Afturelding skellti sér á topp Lengjudeildarinnar með flottum sigri gegn Vestra á heimavelli í dag, 3-1.
Georg Bjarnason setti tóninn strax á fimmtu mínútu með fyrsta markinu og bætti Elmar Kári Enesson Cogic við öðru marki fyrir leikhlé. Fyrirliðinn Aron Elí Sævarsson kom Aftureldingu svo í 3-0 áður en Benedikt V. Warén minnkaði muninn.
Afturelding hefur farið gríðarlega vel af stað og er á toppnum með 16 stig eftir sex leiki. Vestri er í neðri hlutanum með fimm stig.
Grindavík missti þá frá sér 0-2 forystu gegn Leikni í Breiðholtinu. Marko Vardic og Edi Horvat komu Grindavík í tveggja marka forystu en Omar Sowe og Róbert Hauksson sáu til þess að Leiknir kom til baka og jafnaði metin.
Grindavík er með ellefu stig í þriðja sæti og Leiknir er með fjögur stig í næst neðsta sæti.
Þróttur lyfti sér upp í áttunda sætið með gríðarlega flottum sigri gegn Þór í dag, 3-0. Aron Snær Ingason skoraði tvö eftir að Jorgen Pettersen hafði komið Þrótti yfir.
Þór er í fimmta sæti í þessari skemmtilegu deild með níu stig.
Leiknir R. 2 - 2 Grindavík
0-1 Marko Vardic ('45 )
0-2 Edi Horvat ('49 )
1-2 Omar Sowe ('69 )
2-2 Róbert Hauksson ('86 )
Lestu um leikinn
Afturelding 3 - 1 Vestri
1-0 Georg Bjarnason ('5 )
2-0 Elmar Kári Enesson Cogic ('42 )
3-0 Aron Elí Sævarsson ('68 )
3-1 Benedikt V. Warén ('79 )
Lestu um leikinn
Þróttur R. 3 - 0 Þór
1-0 Jorgen Pettersen ('42 )
2-0 Aron Snær Ingason ('48 )
3-0 Aron Snær Ingason ('76 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir