mið 10. júlí 2019 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Origi framlengir við Liverpool
Hinn 24 ára belgíski framherji Liverpool, Divock Origi, skrifaði í dag undir nýjan langtímafélagið við Evrópumeistarana.

Origi var að hefja sitt síðasta ár á gamla samningnum og voru sögusagnir um það að framherjinn myndi mögulega færa sig um set.

Í úrslitaleik Meistaradeildarinnar skoraði Origi annað mark Liverpool í sigri á Tottenham. Þá skoraði hann ansi fyndið mark eftir skrautlega tilburði Jordan Pickford í sigri Liverpool á Everton í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Origi kom til Liverpool frá Lille árið 2014.
Athugasemdir
banner