Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 10. júlí 2020 21:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mjólkurbikar kvenna: Selfoss og FH áfram - KR svaraði með fjórum
Tveir þriggja marka sigrar - Andrea Mist skaut FH áfram
Hólmfríður skoraði tvö mörk í kvöld. Hún fagnar á myndinni bikarmeistaratitlinum síðasta haust.
Hólmfríður skoraði tvö mörk í kvöld. Hún fagnar á myndinni bikarmeistaratitlinum síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Mist hetja FH.
Andrea Mist hetja FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Klukkan 19:15 hófust þrír leikir í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Fyrr í kvöld sigraði Valur lið ÍBV, 3-1.

Í Vesturbæ Reykjavíkur komst Lengjudeildarlið Tindastóls yfir gegn KR með marki í fyrri hálfleik en heimakonur svöruðu með fjórum mörkum og fóru örugglega áfram.

Í Laugardalnum hefndi FH fyrir tapið gegn Þrótti í deildinni með 0-1 útisigri í kvöld. Andrea Mist Pálsdóttir skoraði sigurmarkið. „VÁ!!! Geggjuð aukaspyrna hjá Andreu Mist sem fer beint upp í samúel. Óverjandi fyrir Frikku í markinu. Sanngjarnt þar sem FH hefði átt að fá vítaspyrnu þar sem Morgan var inn í teig þegar hún fékk boltann í hendina," skrifaði Sara Kristín Víðisdóttir í beinni textalýsingu frá leiknum í Laugardal.

Þá vann Selfoss annan öruggan sigur á Stjörnunni á skömmum tíma því liðin mættust einnig í deildinni fyrir ekki svo löngu. Selfoss sigraði 0-3 í Garðabænum. Bikarmeistararnir eru því ásamt FH og KR komnir áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Nú er hafinn seinni hálfleikurinn í leik Fylkis og Breiðabliks og í Hafnarfirði er hálfleikur þegar Haukar taka á móti sameinuðu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis. Hægt er að fylgjast með þeim leikjum í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.

Þróttur R. 0 - 1 FH
0-1 Andrea Mist Pálsdóttir ('16 )
Lestu nánar um leikinn.

KR 4 - 1 Tindastóll
0-1 Laufey Harpa Halldórsdóttir ('36 )
1-1 Thelma Lóa Hermannsdóttir ('52 )
2-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('58 )
3-1 Thelma Lóa Hermannsdóttir ('64 )
4-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('71 )
Lestu nánar um leikinn.

Stjarnan 0 - 3 Selfoss
0-1 Hólmfríður Magnúsdóttir ('42 )
0-2 Hólmfríður Magnúsdóttir ('50 )
0-2 Hólmfríður Magnúsdóttir ('63 , misnotað víti)
0-3 Dagný Brynjarsdóttir ('77 )
Lestu nánar um leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner