
Það er lítill bumbubúi sem fylgir íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál þessa dagana enda er styrktarþjálfarinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ólétt og farið að sjást vel í bumbuna stækka.
Þetta kunnu þær Sveindís Jane Jónsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir vel að meta á æfingu liðsins á Laugardalsvelli í gær.
Þær stilltu sér upp í myndatöku fyrir Fótbolta.net eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli klukkan 16:15 á föstudaginn og eftir helgi er farið til Póllands. Sæti á EM er í boði í þessu verkefni.
Athugasemdir