þri 10. september 2019 19:43
Brynjar Ingi Erluson
Hálfleikstölur: England að vinna 5-1 - Frakkar og Tyrkir yfir
Jadon Sancho er búinn að skora tvö mörk
Jadon Sancho er búinn að skora tvö mörk
Mynd: Getty Images
Sjö leikir eru í gangi í undankeppni Evrópumótsins en það er kominn hálfleikur í þeim öllum. England er að vinna Kósóvó 5-1 og þá eru Frakkar yfir gegn Andorra, 1-0. Tyrkland er þá yfir gegn Moldóvum, 1-0.

Kósóvó byrjaði af krafti gegn Englendingum og skoraði eftir 35 sekúndur með marki Valon Berisha. Englendingar skoruðu þá fimm mörk. Harry Kane jafnaði, Raheem Sterling kom Englandi yfir og þá gerði England umdeilt þriðja mark.

Mergim Vovojda gerði þá sjálfsmark en leikmenn Kósóvó voru búnir að kalla eftir því að boltanum yrði sparkað úr leik þar sem leikmaður þeirra lá óvígur á vellinum. Markið var þó gilt og skoraði Jadon Sancho svo tvö til viðbótar.

Í riðli Íslands er Frakkland yfir gegn Andorra, 1-0. Kingsley Coman skoraði markið. Þá er Tyrkland að vinna Moldóva 1-0. Cenk Tosun skoraði mark Tyrkja.

Hægt er að sjá hálfsleikstölur hér fyrir neðan.

Hálfleikstölur:

Svartjallaland 0 - 0 Tékkland


England 5 - 1 Kósóvó
0-1 Valon Berisha ('1 )
1-1 Raheem Sterling ('8 )
2-1 Harry Kane ('19 )
2-2 Mergim Vojvoda ('38 , sjálfsmark)
3-2 Jadon Sancho ('44 )
4-2 Jadon Sancho ('45 )

Lúxemborg 0 - 1 Serbía
0-1 Stefan Mitrovic ('37 )


Litháen 1 - 1 Portúgal
0-1 Cristiano Ronaldo ('7 , víti)
1-1 Vytautas Andriuskevicius ('28 )

Moldóva 0 - 1 Tyrkland
0-1 Cenk Tosun ('37 )


Frakkland 1 - 0 Andorra
1-0 Kingsley Coman ('19 )
1-0 Antoine Griezmann ('28 , Misnotað víti)

Albanía 1 - 0 Ísland
1-0 Kastriot Dermaku ('32 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner