banner
   þri 10. september 2019 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elbasan, Albanía
Raggi Sig spilar 90. landsleikinn og jafnar Birki Má í öðru sæti
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson leikur sinn 90. A-landsleik fyrir Íslands hönd þegar okkar menn mæta Albaníu í undankeppni Evrópumótsins 2020.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Ragnar hefur verið lykilmaður í hjarta varnarinnar hjá Íslandi undanfarin ár. Hann og Kári Árnason hafa myndað eitt sterkasta miðvarðarpar sem Ísland hefur átt, ef ekki það sterkasta. Þeir hafa leikið saman á tveimur stórmótum og vonast eflaust eftir því að gera það á því þriðja.

Með þessum leik í kvöld jafnar Ragnar landsleikjafjölda Birkis Más Sævarssonar. Þeir eru saman í öðru sæti yfir leikjahæstu landsliðsmenn Íslandssögunnar.

Á toppnum er áfram Rúnar Kristinsson með 104 landsleiki.

Leikjahæstu landsliðsmennirnir:
1. Rúnar Kristinsson 104
2. Birkir Már Sævarsson 90
2. Ragnar Sigurðsson 90
4. Hermann Hreiðarsson 89
5. Eiður Smári Guðjohnsen 88
6. Aron Einar Gunnarsson 87
7. Guðni Bergsson 80
7 Birkir Bjarnason 80
9. Kári Árnason 79
10. Brynjar Björn Gunnarsson 74
10. Birkir Kristinsson 74
10. Jóhann Berg Guðmundsson 74
Athugasemdir
banner
banner