Memphis Depay er formlega genginn til liðs við brasilíska félagið Corinthians. Hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið.
Depay er þrítugur Hollendingur en Fabrizio Romano greindi frá því á dögunum að hann væri á leið til félagsins en Corinthians staðfesti tíðindin í gær.
Hann hefur leikið með liðum á borð við Ajax, Man Utd, Lyon, Barcelona og Atletico Madrid á ferlinum.
Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands, hefur talað opinskátt um leikmenn sem hafa verið á faraldsfæti í sumar en Steven Bergwijn fær ekki að spila fyrir þjóð sína fyrst hann er kominn til Sádí-Arabíu en Depay er velkominn.
Hann hefur spilað 98 landsleiki og skorað í þeim 46 mörk.
???????????? Official: Memphis Depay joins Corinthians on a contract valid until 2026.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 10, 2024
Deal completed. ???????????? pic.twitter.com/RtCkR1vNhy