fim 10. október 2019 20:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Josip Zeba verður áfram í Grindavík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Josip Zeba hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Grindavík.

Þetta eru góð tíðindi fyrir Grindvíkinga enda var Zeba öflugur í sumar þótt að Grindavík hafi fallið úr Pepsi Max-deildinni.

„Josip Zeba skrifaði í dag undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Grindavíkur. Zeba, eins og flestir vilja kalla hann, var hluti af mjög sterkri vörn Grindavíkur á nýafstöðnu tímabili í Pepsi Max-deildinni," segir í tilkynningu Grindavíkur.

„Það er ósennilegt að það sé hægt að finna lið í flestum, ef ekki öllum deildum heims, sem fær á sig næst fæstu mörkin í deildinni en falla samt niður um deild en það var jú hlutskipti okkar þetta ár. Það er því ljúft fyrir okkur að tryggja okkur samning við þennan sterka varnarmann næstu þrjú árin."

Zeba er 29 ára gamall Króati en hann hefur leikið víða á ferli sínum. Síðast var hann á mála hjá HAGL í Víetnam áður en hann kom til Grindavíkur.

Grindavík er í þjálfaraleit. Ljóst er að Túfa verður ekki áfram með liðið í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Sjá einnig:
Zeba vill spila áfram á Íslandi - Hefur upplifað ævintýri víða
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner