Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
   fös 10. október 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mun skoða alla möguleika sem eru í boði"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson, leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild, er að renna út á samningi, samningurinn rennur út eftir tímabilið.

Vinstri bakvörðurinn hefur verið inn og út úr liðinu hjá Val í sumar, byrjað níu leiki í Bestu deildinni á tímabilinu.

Hann er 33 ára og ætlar að skoða alla þá kosti sem munu standa honum til boða næstu vikurnar.

„Ég er bara að einbeita mér að því að klára tímabilið með Val," segir Sigurður Egill við Fótbolta.net þegar forvitnast var um framtíð hans.

„Ég hef átt einhverjar samræður við Val en ekkert formlegt tilboð komið frá þeim. Framtíðin er óljós og ég mun skoða vel alla möguleika sem eru í boði," segir Siggi.

Valur á eftir að spila gegn FH og Víkingi í síðustu tveimur umferðum Bestu deildarinnar. Liðið er svo gott sem búið að tryggja sér Evrópusæti.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 25 15 6 4 54 - 30 +24 51
2.    Valur 25 13 5 7 57 - 40 +17 44
3.    Stjarnan 25 12 5 8 47 - 41 +6 41
4.    Breiðablik 25 10 9 6 42 - 38 +4 39
5.    FH 25 8 8 9 42 - 38 +4 32
6.    Fram 25 9 5 11 36 - 36 0 32
Athugasemdir
banner