Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. nóvember 2019 07:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Fred: Ætlum að gera betur
Fred.
Fred.
Mynd: Getty Images
Manchester United mætir Brighton í dag á Old Trafford í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar, gengi Rauðu djöflanna hefur ekki verið gott það sem af er tímabili en þeir eru aðeins búnir að vinna þrjá deildarleiki.

Brasilíu-maðurinn Fred segir að allir séu óánægðir með stöðuna eins og hún er núna og liðið ætlar sér að berjast um Meistaradeildarsæti.

„Bikarkeppninar eru mikilvægar en það er deildin líka. Sama hvaða leik við erum að spila þá förum við út á völlinn til að gera okkar besta. Auðvitað fylgjumst við vel með því hvar við erum staddir í deildinni," sagði Fred í samtali við MUTV.

„Við erum Manchester United við viljum vera í toppbaráttu, við viljum vera berjast um Meistaradeildarsæti. Svo við erum auðvitað langt í frá að vera sáttir með stöðuna eins og hún er núna, en við ætlum að gera betur og við munum gera betur, ég er viss um það."

Fred ræddi einnig um leik dagsins við Brighton.

„Þeir eru með gott lið en allir leikir í ensku úrvalsdeildinni eru erfiðir. Við sáum það í síðasta leik gegn Bournemouth. Leikurinn gegn Brighton verður svipaður, þetta verður erfiður leikur. En við erum Manchester United og sækjum alltaf til sigurs," sagði Fred.

Flautað verður til leiks í viðureign Manchester United og Brighton klukkan 14:00.


Athugasemdir
banner
banner
banner