Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. nóvember 2019 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Giggs líkir Daniel James við Cristiano Ronaldo
Daniel James
Daniel James
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs, þjálfari velska landsliðsins, segir að Daniel James, leikmaður Manchester United, minni sig á ungan Cristiano Ronaldo.

Ronaldo gekk til liðs við Manchester United frá Sporting árið 2003 en hann þótti þá einn efnilegasti leikmaður heims.

Portúgalski leikmaðurinn kryddaði ensku úrvalsdeildina með hæfileikum sínum og færni hans með boltann en hann fékk þó oft að finna fyrir hörkunni á Englandi.

United keypti Daniel James frá Swansea í sumar en Giggs segir líkindi með James og Ronaldo.

„Dan er oft sparkaður niður en hann stendur alltaf upp og biður aftur um boltann. Þegar Ronaldo var ungur þá var hann oft sparkaður niður en bað samt alltaf aftur um boltann og það sýnir mikið hugrekki," sagði Giggs.

„Dan er frábær karakter og er atvinnumaður. Það er mikil harka í leiknum og maður verður að treysta dómurum fyrir því að vernda leikmenn. Framherjar eru að fá meiri vernd frá dómurum upp á síðkastið en það eru þó nokkrir leikmenn sem fá grófa meðferð vegna hæfileika þeirra," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner