mið 10. desember 2014 23:23
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Telegraph 
Telegraph: Sterling hafnaði nýjum samning
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling á tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool þar sem hann fær 30 þúsund pund (5.9 milljónir íslenskra króna) í vikulaun.

Sterling er 19 ára kantmaður og er eftirsóttur af helstu liðum Evrópu enda einn besti leikmaður Liverpool á tímabilinu.

The Telegraph greinir frá því að Liverpool hafi boðið leikmanninum nýjan samning sem hljóðar upp á 70 þúsund pund (13.8 milljónir) á viku.

Real Madrid er talið hafa áhuga á leikmanninum og er greint frá því að umboðsmaður Sterling hafi hafnað samningstilboðinu og sagt að það sé ekki nálægt því að vera samþykkjanlegt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner