Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 10. desember 2022 14:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alves: Neymar þarf að halda áfram

Fólk rak kannski ekki upp stór augu þegar Dani Alves tilkynnti að hann hafi verið á sínu síðasta stórmóti með brasilíska landsliðinu.


Alves verður fertugur á næsta ári en landi hans, Neymar, var mjög niðri fyrir eftir að liðið féll úr leik og sagðist ætla skoða það hvort hann myndi hætta að spila fyrir landsliðið.

„Þetta mót var mitt síðasta, það er tímabært fyrir mig að segja það. Ég held að það sé ekkki hægt að segja það sama um Neymar; Hann er frábær, hann þarf að halda áfram fyrir brasilíska fótboltann," sagði Alves.

Alves fór á fjögur HM í röð frá 2010.


Athugasemdir
banner