Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 10. desember 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Modric: Viss um að Rodrygo verði sterkari eftir þetta

Króatía sló Brasilíu úr leik á HM eftir sigur í vítaspyrnukeppni. 


Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma en Neymar kom Brasilíu yfir í framlengingunni en Bruno Petkovic jafnaði metin og tryggði Króatíu í vítaspyrnukeppni.

Rodrygo leikmaður Real Madrid klikkaði á fyrstu vítaspyrnu Brasilíu en úrslitin réðust þegar Marquinhos klikkaði á fjórðu spyrnu liðsins.

Luka Modric fyrirliði Króatíu og leikmaður Real Madrid hughreysti Rodrygo eftir leikinn og tjáði sig um hann í viðtali.

„Ég er viss um að Rodrygo verði sterkari eftir þetta. Það gerðist ekkert, við dettum öll," sagði Modric.


Athugasemdir