Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   lau 10. desember 2022 15:24
Hafliði Breiðfjörð
Pétur Bjarnason í Fylki (Staðfest)
Pétur Bjarnason er kominn í Árbæinn og verður þar næstu árin.
Pétur Bjarnason er kominn í Árbæinn og verður þar næstu árin.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Fylkir tilkynnti í dag að framherjinn Pétur Bjarnason sé genginn í raðir félagsins frá Vestra.

Pétur sem er 25 ára gamall spilaði á dögunum æfingaleik með Fylki og gengur nú í raðir félagsins.

Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Fylki í dag.


Pétur hóf feril sinn árið 2014 þá aðeins 16 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril fyrir vestan.

Leikirnir eru orðnir 211 og mörkin 76 talsins.

Fylkir eru nýliðar í Bestu-deildinni á næsta ári en þeir unnu Lengjudeildina í haust. Pétur er fjórði leikmaðurinn sem félagið fær til liðs við sig í vetur en aðeins einn er farinn, Ásgeir Börkur Ásgeirsson.

Komnir
Elís Rafn Björnsson frá Stjörnunni
Emil Ásmundsson frá KR
Jón Ívan Rivine frá Gróttu

Farnir
Ásgeir Börkur Ásgeirsson


Athugasemdir
banner