Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 10. desember 2022 13:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Varar franska liðið við fjórum leikmönnum

Franski varnarmaðurinn Romain Perraud leikmaður Southampton ræddi við franska miðilinn L'Equipe þar sem hann varaði landa sína við fjórum leikmönnum enska liðsins.


Hann sagði sína skoðun á Marcus Rashford, Harry Kane, Bukayo Saka og Phil Foden.

Harry Kane:

Hann er einn af áhrifamestu leikmönnum sem ég hef mætt í úrvalsdeildinni. Fullkominn framherji, stjórnar leiknum því hann er með svo góðar sendingar og yfirsýn yfir leiknum. Hann er alltaf á hreyfingu, er í teignum þegar enska liðið er hátt uppi og fer svo milli línanna. Hann er miðpunktur liðsins."

Phil Foden:

„Hann er ekki eins beinskeyttur og Saka til dæmis, reynir að komast hjá einn á einn stöðu en er rosalega tæknilega góður. Sendingarnar hans særa andstæðinging því þær eru alltaf góðar. Þú sérð að hann lærði í Guardiola skólanum,"

Marcus Rashford:

„Hann er hraðastur af sóknarmönnunum. Ef þú gefur honum pláss fyrir aftan vörnina mun hann nýta sér það. Rashford finnur sig vel með Kane, getur sparkað með báðum og getur spilað fremstur og á báðum könntum."

Bukayo Saka:

„Sem vinstri bakvörður hef ég oft þurft að mæta honum. Hann er óútreiknanlegur á góðan hátt, með frábæran vinstri fót og góðan hægri fót. Það er stundum mikilvægt að tvöfalda á hann."


Athugasemdir
banner