Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   mán 11. janúar 2021 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Juventus í viðræðum við Sassuolo um Scamacca
Ítalska félagið Juventus er í viðræðum við Sassuolo um kaup á Gianluca Scamacca en ítalskir miðlar greina frá þessu í dag.

Scamacca er 22 ára gamall framherji en hann er á láni hjá Genoa frá Sassuolo.

Hann hefur skorað 6 mörk og lagt upp 1 í 15 leikjum með Genoa á þessari leiktíð en Juventus er í viðræðum við Sassuolo um kaup á leikmanninum.

Juventus verður án Paulo Dybala næstu þrjár vikurnar í það minnsta og er þörf á að fá sóknarsinnaðan leikmann inn til að fylla skarðið.

Alvaro Morata hefur einnig verið að glíma við meiðsli og því hefur Andrea Pirlo, þjálfari liðsins, ákveðið að fá Scamacca inn.
Athugasemdir
banner
banner