Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mán 11. janúar 2021 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Juventus í viðræðum við Sassuolo um Scamacca
Ítalska félagið Juventus er í viðræðum við Sassuolo um kaup á Gianluca Scamacca en ítalskir miðlar greina frá þessu í dag.

Scamacca er 22 ára gamall framherji en hann er á láni hjá Genoa frá Sassuolo.

Hann hefur skorað 6 mörk og lagt upp 1 í 15 leikjum með Genoa á þessari leiktíð en Juventus er í viðræðum við Sassuolo um kaup á leikmanninum.

Juventus verður án Paulo Dybala næstu þrjár vikurnar í það minnsta og er þörf á að fá sóknarsinnaðan leikmann inn til að fylla skarðið.

Alvaro Morata hefur einnig verið að glíma við meiðsli og því hefur Andrea Pirlo, þjálfari liðsins, ákveðið að fá Scamacca inn.
Athugasemdir
banner