Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 11. febrúar 2020 12:15
Elvar Geir Magnússon
Bielsa: Spilamennska Leeds hefur ekki versnað
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds United, segir að spilamennska síns liðs sé ekki verri en hún var áður. Þetta segir hann þrátt fyrir að Leeds hafi aðeins unnið tvo af síðustu tíu deildarleikjum.

Leeds var ellefu stigum fyrir ofan þriðja sæti Championship-deildarinnar um miðjan desember en sú forysta er nú horfin.

Í kvöld heimsækir Leeds lið Brentford sem hefur verið á flottri siglingu og er í fimmta sæti. Brentford kemst uppfyrir Leeds með sigri.

„Leikmenn eru að gera það sama og þeir gerðu áður. Áður var okkur kannski ekki refsað eins grimmilega og hefur verið að undanförnu. Við vorum að nýta færin betur en nú er nýtingin ekki nægilega góð þó færin séu til staðar," segir Bielsa.

Leeds tapaði 2-0 gegn Nottingham Forest á laugardag en miðjumaðurinn Kalvin Phillips snýr aftur í kvöld eftir þriggja leikja bann. Þá gæti sóknarmaðurinn Jean-Kevin Augustin leikið sinn fyrsta byrjunarliðsleik en hann er á láni frá RB Leipzig.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 12 8 4 0 34 9 +25 28
2 Middlesbrough 12 7 4 1 16 8 +8 25
3 Millwall 12 7 2 3 14 13 +1 23
4 Bristol City 12 6 4 2 20 11 +9 22
5 Stoke City 12 6 3 3 13 8 +5 21
6 Charlton Athletic 12 5 4 3 14 10 +4 19
7 Preston NE 12 5 4 3 15 12 +3 19
8 Hull City 12 5 4 3 20 20 0 19
9 QPR 12 5 3 4 15 17 -2 18
10 Leicester 12 4 5 3 15 12 +3 17
11 West Brom 12 5 2 5 12 14 -2 17
12 Ipswich Town 11 4 4 3 17 13 +4 16
13 Swansea 12 4 4 4 12 12 0 16
14 Watford 12 4 3 5 14 16 -2 15
15 Birmingham 12 4 3 5 11 15 -4 15
16 Wrexham 12 3 5 4 16 17 -1 14
17 Derby County 12 3 5 4 13 16 -3 14
18 Portsmouth 12 3 4 5 10 13 -3 13
19 Oxford United 12 3 3 6 13 15 -2 12
20 Southampton 12 2 6 4 13 17 -4 12
21 Blackburn 11 3 1 7 10 17 -7 10
22 Sheffield Utd 12 3 0 9 9 20 -11 9
23 Norwich 12 2 2 8 12 18 -6 8
24 Sheff Wed 12 1 3 8 10 25 -15 -6
Hvort liðið mun að lokum enda ofar?
Athugasemdir