Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 11. febrúar 2020 10:45
Elvar Geir Magnússon
Tíu mestu markavélar Evrópu - Mörk og stoðsendingar
Ciro Immobile.
Ciro Immobile.
Mynd: Getty Images
Hvaða leikmenn eru mestu markavélarnar í Evrópuboltanum þegar horft er til fimm stærstu deildanna? Hér má sjá samantekt á því en þess má geta að Romelu Lukaku, Kylian Mbappe og Sergio Aguero (allir 19) rétt misstu af sæti á listanum.

10) Mo Salah (Liverpool): 14 mörk, 6 stoðsendingar = 20
Talað hefur verið um að þetta sé ekki 'hans tímabil' en tölurnar tala sínu máli!

9) Wissam Ben Yedder (Mónakó): 16 mörk, 4 stoðsendingar = 20
Það góður á þessu tímabili að Barcelona ku hafa gert tilboð í Ben Yedder sem verður þrítugur í sumar.

8) Jamie Vardy (Leicester City): 17 mörk, 4 stoðsendingar = 21
Ekkert skorað á árinu 2020 í ensku úrvalsdeildinni en leiðir samt baráttuna um gullskóinn.

7) Kevin de Bruyne (Manchester City): 7 mörk, 15 stoðsendingar = 22
Fleiri stoðsendingar en nokkur annar í Evrópu.

6) Cristiano Ronaldo (Juventus): 20 mörk, 2 stoðsendingar = 22
Hægt og rólega er hann að skora helling af mörkum í ítalska boltanum.

5) Jadon Sancho (Borussia Dortmund): 12 mörk, 13 stoðsendingar = 25
Skorar fullt og leggur fullt upp. Hann er enn aðeins 19 ára.

4) Lionel Messi (Barcelona): 14 mörk, 11 stoðsendingar = 25
Hefur að undanförnu verið að leggja meira upp en að skora.

3) Robert Lewandowski (Bayern München): 22 mörk, 3 stoðsendingar = 25
Skorar nánast í hverjum einasta leik.

2) Timo Werner (RB Leipzig): 20 mörk, 6 stoðsendingar = 26
Hefur verið orðaður við Liverpool en Bayern München er líklegasti áfangastaðurinn.

1) Ciro Immobile (Lazio): 25 mörk, 6 stoðsendingar = 31
Það er nánast enginn að tala um hann en samt hefur hann skorað fleiri deildarmörk á tímabilinu en Newcastle, Crystal Palace, Watford og Norwich!
Athugasemdir
banner
banner