Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. mars 2020 19:05
Aksentije Milisic
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Felix og Costa byrja - Henderson mættur
Mbappe á bekknum hjá PSG
Costa og Trippier byrja á Anfield.
Costa og Trippier byrja á Anfield.
Mynd: Getty Images
Mbappe er á bekknum.
Mbappe er á bekknum.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá fyrri leiknum gegn Atletico Madrid. Adrian kemur í markið fyrir Alisson sem er enn frá vegna meiðsla. Þá kemur Alex Oxlade-Chamberlain inn fyrir Fabinho sem er á bekknum.

Góðu fréttirnar fyrir Liverpool eru þær að Jordan Henderson, fyrirliði liðsins, hefur náð sér af meiðslum sínum og er klár í slaginn í kvöld.

Liverpool tapaði fyrri leiknum 1-0 á útivelli og því er verk að vinna fyrir Jurgen Klopp og hans menn á Anfield.

Atletico Madrid gerir þrjár breytingar frá fyrri leiknum. Diego Costa, Joao Felix og Kieran Trippier koma allir inn í liðið. Alvaro Morata, Thomas Lemar og Sime Vrsaljko fara á bekkinn.

Byrjunarlið Liverpool: Adrian; Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson; Henderson, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain, Salah, Mané, Firmino.
(Varamenn: Fabinho, Milner, Minamino, Lallana, Lonergan, Origi, Matip).

Byrjunarlið Atletico Madrid: Oblak, Trippier, Savić, Felipe, Lodi, Koke, Partey, Saúl, Correa, Félix, Costa.
(Varamenn: Adan, Gimenez, Morata, Lemar, Llorente, Carrasco, Vrsaljko).

Hinn leikur kvöldsins í 16 liða úrslitunum er ekki síðri. Þá mætast PSG og Dortmund í París. Dortmund leiðir einvígið 2-1 þar sem Erling Braut Haaland gerði tvennu.

Heimamenn í PSG gera alls fimm breytingar á sínu liði frá fyrri leiknum. Thilo Kehrer, Juan Bernat, Edison Cavani, Pablo Sarabia og Leandro Paredes koma allir inn í liðið. Kylian Mbappe er á bekknum en hann hefur verið veikur síðustu daga.

Dortmund er með sama byrjunarlið og í fyrri leiknum. Haaland er uppi á topp með Thorgan Hazard og Jadon Sancho með sér.

Byrjunarlið PSG: Navas, Kehrer, Marquinhos, Kimpembe, Bernat, Paredes, Gueye, Di María, Sarabía, Neymar, Cavani.
(Varamenn: Mbappe, Rico, Icardi, Kurzawa, Diallo, Draxler, Kouassi).

Byrjunarlið Dortmund: Bürki, Piszczek, Hummels, Zagadou, Hakimi, Can, Witsel, Guerreiro, Sancho, Hazard, Haaland.
(Varamenn: Dahoud, Goetze, Akanji, Brandt, Schmelzer, Reyna, Hitz).

Leikir dagsins:
20:00 Liverpool - Atletico Madrid Stöð 2 Sport
20:00 Borussia Dortmund - PSG Stöð 2 sport 2
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner