Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. mars 2020 09:48
Elvar Geir Magnússon
Vill Pogba skyndilega nýjan samning við Man Utd?
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Daily Mail segir að franski miðjumaðurinn Paul Pogba hafi skyndilega skipt um skoðun og vilji nú vera áfram hjá Manchester United.

Sagt er að koma Bruno Fernandes hafi fengið Pogba til að vilja vera áfram en koma portúgalska miðjumannsins hefur breytt miklu hjá liðinu.

Pogba hefur verið orðaður við Real Madrid og Juventus en hann er sagður hafa heillast af áhrifunum sem Fernandes hefur haft á Old Trafford og telji að þeir tveir geti saman komið Manchester United hærra.

Í Daily Mail er meira að segja sagt að Pogba sé opinn fyrir því að framlengja samning sinn hjá United. Núgildandi samnignur rennur út eftir næsta tímabil en er með klásúlu um framlengingu um eitt ár.

Pogba hefur misst út stærstan hluta þessa tímabils vegna meiðsla en Manchester United berst um keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner