þri 11. júní 2019 23:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Held að Raggi verði að sannfæra Kára að spila sem lengst"
Icelandair
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason.
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson áttu enn einn stórleikinn í hjarta varnarinnar þegar Ísland vann Tyrkland í undankeppni EM 2020 á þessu fallega þriðjudagskvöldi.

Kári og Raggi hafa verið miðvarðarpar íslenska landsliðsins í fjölmörg ár, eða allt frá því Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson tóku vlð liðinu árið 2011.

Hinn 32 ára gamli Ragnar skoraði bæði mörk Íslands í kvöld. Hann hætti í landsliðinu eftir HM 2018 en sneri fljótlega aftur.

Kári er orðinn 36 ára og líkur eru á því hann snúi aftur heim í sumar og gangi í raðir Víkings í Pepsi Max-deildinni. Eftir leik í kvöld sagði hann: „Ef ég fæ frábært boð er erfitt að segja nei við því, en planið í dag er að spila fyrir Víking."

Kári og Raggi eru magnaðir saman. Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, var sérfræðingur RÚV í kringum leikinn. Hann hrósaði þeim í leikslok.

„Ég held að Raggi verði að sannfæra Kára um að spila sem lengst. Þetta miðvarðarpar er magnað. Bæði innan sem utan vallar, þeir þekkja hvorn annan inn og út. Það sést á þeirra leik. Þegar þeir eiga góðan leik er rosalega erfitt að eiga við okkur," sagði Eiður Smári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner