Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 11. júní 2019 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vertonghen: Brussel og Madrid andstæður fyrir Robertson
Vertonghen á Laugardalsvelli.
Vertonghen á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgía tekur í kvöld á móti Skotlandi í undankeppni fyrir EM2020. Belgía hefur byrjað undankeppnina á þremur sigrum. Skotland hefur unnið síðustu tvo leiki eftir slæmt tap gegn Kasakstan í fyrsta leik.

Andy Robertson og Jan Vertonghen mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Robertson og samherjar hans í Liverpool höfðu betur gegn Vertonghen og hans mönnum í Tottenham.

Vertonghen sagði í viðtali í gær að Robertson hafi verðskuldað sigurinn í Madrid en leikurinn í kvöld verði allt annar handleggur.

„Andy er búinn að vera frábær á lektíðinni og líklega einn besti bakvörður í Evrópu," sagði Vertonghen í gær.

„Leikurinn í kvöld er ekki einhver leikur þar sem ég kem til með að hefna tapsins í Madrid."

„Við ætlum eins og alltaf að vinna og ef við spilum eins og á laugardaginn (3-0 sigur á Kasakstan) þá mun Robertson ekki fara héðan með neitt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner