lau 11. júlí 2020 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Brighton og Man City: Sex breytingar hjá City
Brighton og Manchester City eigast við í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en byrjunarliðin eru mætt í hús.

Pep Guardiola gerir sex breytingar á liði sínu í dag og þar af breytir hann allri vörninni.

David Silva og Phil Foden eru báðir teknir úr liðinu og inn koma þeir Raheem Sterling og Bernardo Silva.

Byrjunarlið Brighton: Ryan, Montoya, Dunk, Webster, Bernardo, Bissouma, Mooy, Propper, Gross, Connolly & Trossard

Byrjunarlið Man City: Ederson, Walker, Laporte, Garcia, Mendy, Rodrigo, Mahrez, De Bruyne, Bernardo, Sterling & G. Jesus
Athugasemdir
banner