Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fim 11. júlí 2024 18:22
Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn verður aðstoðarþjálfari Rúnars hjá Fylki (Staðfest)
Brynjar Björn er kominn til Fylkis.
Brynjar Björn er kominn til Fylkis.
Mynd: Fylkir
Rúnar Páll fær nýjan aðstoðarmann í stað Olgeirs.
Rúnar Páll fær nýjan aðstoðarmann í stað Olgeirs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis út tímabilið hið minnsta. Hann mun aðstoða Rúnar Pál Sigmundsson.

Olgeir Sigurgeirsson hefur gengt stöðunni undanfarin ár en var rekinn frá félaginu á dögunum þrátt fyrir andstöðu Rúnars Páls.

Nú hefur félagið fundið mann í hans stað í Brynjari Birni sem sjálfum var sagt upp hjá Grindavík fyrr í sumar.

Tilkynning Fylkis:
Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og gildir samningur hans út tímabilið hið minnsta.

Brynjar þarf vart að kynna fyrir fótboltaaðdáendum en hann á að baki farsælan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann leikið fjölda leikja í efstu deildum Englands m.a með Watford og Reading ásamt því að vera lykilmaður í Íslenska landsliðinu til margra ára en hann lék 74 landsleiki með Íslandi.

Brynjar hóf þjálfaraferil sinn hjá unglingaliði Reading en þaðan fór hann svo til Stjörnunnar þar sem hann var aðstoðarþjálfari Rúnars Páls á árunum 2014-2017 . Sem aðalþjálfari hefur hann þjálfað HK og Grindavík hér á landi ásamt Örgryte í Svíþjóð.

Það er frábært fyrir Fylki að fá reynslumikinn mann í þjálfarateymið og bindum við miklar vonir við að reynsla hans og þekking hjálpi liðinu í þeirri baráttu sem framundan er í Bestu deildinni.
Velkominn í Árbæinn Brynjar Björn!
Athugasemdir
banner
banner