Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 11. ágúst 2020 14:20
Magnús Már Einarsson
Atli Hrafn í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Breiðablik
Breiðablik hefur keypt Atla Hrafn Andrason í sínar raðir frá Víkingi R. Atli skrifaði undir langtímasamnig við Breiðablik en þetta kemur fram á Blikar.is.

„Við fögnum komu Atla Hrafns í félagið. Hann er ungur og öflugur leikmaður sem við teljum að styrki hópinn mikið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks en hann þjálfaði Atla í 2. flokki KR á sínum tíma.

Atli Hrafn, sem er kant- og miðjumaður, er uppalinn hjá KR en árið 2017 gekk hann í raðir Fulham.

Hann gekk svo í raðir Víkings árið 2018 en hann skoraði fimm mörk í 51 mótsleik fyrir félagið. Atli Hrafn á jafnframt að baki 23 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Athugasemdir
banner
banner